Um Goðhól

Goðhóll ráðgjöf ehf. er ráðgjafafyrirtæki sem aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga við hvaðeina sem viðkemur stjórnunarráðgjöf. Hlutverk þess er að skapa virði fyrir viðskiptavini með því að nýta þekkingu. Gildi félagsins eru gagn, gæði og gleði. Goðhóll aðstoðar við að skapa virði með vandaðri vinnu sem leiðir af sér ánægju bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn.

Goðhóll ráðgjöf var stofnuð árið 2016 af Guðnýju Finnsdóttur. Guðný er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið námi í straumlínustjórnun (e. lean management) hjá Opna háskólanum. Hún hefur tekið þátt í verkefnum fyrir Stjórnarráð Íslands og fyrirtæki á sviði verkefna-, gæða-, breytinga- og straumlínustjórnunar. Þá er hún grafískur hönnuður og starfaði í fimm ár á Fíton auglýsingastofu. Hún hafði frumkvæði að því að stofna faghóp um breytingastjórnun innan Stjórnvísi, sem er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi, og gegndi formennsku faghópsins árin 2012–2016. Guðný sat í stjórn Stjórnvísi 2016-2017 og hafði umsjón með undirbúningi 30 ára afmælisráðstefnu félagsins 2016. Goðhóll ráðgjöf hefur verið leiðandi við innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 hjá velferðarráðuneytinu og aðstoðað við að undirbúa breytingu á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Auk þess hefur Goðhóll ráðgjöf leitt verkefni á vegum aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna á Íslandi.

©2018 Goðhóll ráðgjöf ehf.

 

godholl_logo_vefur

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save