Þjónusta

Jafnlaunakerfi

Frá og með 1. janúar 2018 verða fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri skyldug til að innleiða jafnlaunakerfi svo að jafnlaunavottun verði möguleg samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Jafnlaunavottun er skrifleg staðfesting frá faggiltum óháðum aðila um að konum og körlum séu greidd sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Goðhóll ráðgjöf býður fyrirtækjum og stofnunum upp á aðstoð við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum, til dæmis verkefnastjórnun við innleiðingu, starfaflokkun og umsjón með gerð verklagsreglna.

Straumlínustjórnun

Straumlínustjórnun (e. lean management) hefur reynst farsæl leið fyrir skipulagsheildir til að koma í veg fyrir sóun. Á þetta bæði við um skipulagsheildir sem starfa við framleiðslu og þjónustu. Með því að innleiða „lean“ er skipulagsheild að tileinka sér menningu sem gengur út á stöðugar umbætur. Goðhóll ráðgjöf getur aðstoðað við innleiðingu sýnilegrar stjórnunar, greint virðisstraum og staðlað vinnubrögð auk ýmiss konar annarrar þjónustu.

Gæðastjórnun

Markmið gæðahandbóka er að auðvelda starfsfólki dagleg störf, samræma verklag og auka fagleg vinnubrögð ásamt því að stuðla að stöðugum umbótum. Gæðahandbækur auðvelda líka nýliðaþjálfun, sýna frávik, skilgreina ábyrgð og gera starfsemi úttektarhæfa ef þarf. Með því að skrá niður vinnuferli er verið að auka það virði sem innri og ytri „viðskiptavinir“ fá. Hjá Goðhóli ráðgjöf er boðið upp á umsjón með gerð gæðahandbóka, allt frá upphafi til innleiðingar og eftirfylgni.

 

 

Breytingastjórnun

Eru fyrirséðar breytingar framundan? Starfsumhverfi skipulagsheilda er breytingum háð og til að lifa af er nauðsynlegt að aðlagast síbreytilegu starfsumhverfi. Goðhóll ráðgjöf býður upp á fjölbreytta þjónustu varðandi hvaðeina sem viðvíkur breytingastjórnun.

Verkefnastjórnun

Hjá Goðhóli ráðgjöf er boðið upp á verkefnastjórnun fyrir lengri og styttri verkefni. Hvert verkefni er einstakt og það þarf að nálgast út frá þörfum hvers fyrirtækis. Einnig er hægt að aðstoða einstaklinga við að ná betri tökum á skipulagi í eigin lífi.

Um Goðhól

Goðhóll ehf. er ráðgjafafyrirtæki sem aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga við hvaðeina sem viðkemur stjórnunarráðgjöf. Hlutverk þess er að skapa virði fyrir viðskiptavini með því að nýta þekkingu. Gildi félagsins eru gagn, gæði og gleði. Goðhóll aðstoðar við að skapa virði með vandaðri vinnu sem leiðir af sér ánægju bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Goðhóll ráðgjöf var stofnuð árið 2016 af Guðnýju Finnsdóttur. Guðný er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið námi í straumlínustjórnun (e. lean management) hjá Opna háskólanum. Hún hefur tekið þátt í verkefnum fyrir Stjórnarráð Íslands og fyrirtæki á sviði verkefna-, gæða-, breytinga- og straumlínustjórnunar. Þá er hún grafískur hönnuður og starfaði í fimm ár á Fíton auglýsingastofu. Hún hafði frumkvæði að því að stofna faghóp um breytingastjórnun innan Stjórnvísi, sem er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi, og gegndi formennsku faghópsins árin 2012–2016. Guðný sat í stjórn Stjórnvísi 2016-2017 og hafði umsjón með undirbúningi 30 ára afmælisráðstefnu félagsins 2016. Goðhóll ráðgjöf hefur verið leiðandi við innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 hjá velferðarráðuneytinu og aðstoðað við að undirbúa breytingu á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Auk þess hefur Goðhóll ráðgjöf leitt verkefni á vegum aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna á Íslandi. ©2024 Goðhóll ehf.

Starfsfólk

Umsagnir

Samstarf Goðhóls og embættis héraðssaksóknara reyndist embættinu ákaflega vel. Utanumhald og skipulag verkefna var með miklum ágætum og veitti Guðný sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á jafnlaunastaðlinum embættinu góð ráð og hvatti það áfram. Héraðssaksóknari hlaut jafnlaunavottun í október 2019.

 

Ólafur Þór Hauksson Héraðssaksóknari

„Guðný vann með okkur að uppbyggingu jafnlaunakerfis Þjóðminjasafns Íslands frá fyrstu skrefum til jafnlaunavottunar. Guðný þekkir afskaplega vel alla þætti varðandi jafnlaunastaðalinn og var einstaklega gott að vinna með henni. Hún er lausnamiðuð, snögg að bregðast við fyrirspurnum og nákvæm í vinnubrögðum. Það var einnig aðdáunarvert að sjá hve fljót Guðný var að setja sig inn í starfsemi stofnunarinnar.“

Hildur Halldórsdóttir Mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands

Það var afar gott að vinna með Guðnýju að uppbyggingu jafnlaunakerfis hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Guðný er skipulögð, viðbragðsgóð og hélt okkur vel við efnið. Hún er með góða þekkingu á jafnlaunastaðlinum og var með skýra sýn á innleiðingarferlið sem henni tókst vel að miðla. Hún hjálpaði okkur að byggja upp einfalt og notendavænt jafnlaunakerfi og skildi þekkinguna eftir hjá jafnlaunahópnum.

Vigdís Edda Jónsdóttir Mannauðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Guðný var fengin til starfa sem ráðgjafi við innleiðingu jafnlaunakerfis fyrir forsætisráðuneytið í samstarfi við jafnlaunahóp ráðuneytisins og stjórnendur. Verkefninu lauk með jafnlaunavottun og ráðuneytið tók á móti skírteini sem staðfestir að forsætisráðuneytið starfrækir jafnlaunakerfi sem samræmist kröfum staðalsins ÍST 85:2012 með gildistöku frá 20. desember 2018.

Guðný hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á gæða- og jafnlaunamálum og stjórnunarráðgjöf. Hún hefur skýr markmið og vinnur að þeim á agaðan og vandaðan hátt. Hún hefur til að bera góða samskiptahæfni, vinnur mjög vel í hópi og er lausnarmiðuð. Þá hefur Guðný einnig sýnt eftirtektarverða hæfileika sem ráðgjafi. Henni má treysta fyrir úrlausn mikilvægra og krefjandi verkefna og hefur reynst ráðuneytinu ákaflega vel sem samstarfsaðili. Það er mér því ánægja að veita Guðnýju mín bestu meðmæli.

 

Óðinn H. Jónsson Skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
Við vinnu okkar á innleiðingu á jafnlaunastaðlinum hefur reynst okkur vel að geta leitað til Guðnýjar. Hún þekkir staðalinn mjög vel og kemur með tillögur að lausnum. Guðný er fljót að svara öllum fyrirspurnum, skipulögð í vinnu og það er ánægjulegt að vinna með henni.
Þórunn Auðunsdóttir Sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Össuri hf.

Guðný hefur unnið að innleiðingu jafnlaunakerfis fyrir velferðarráðuneytið auk annrra verkefna. Hún hefur náð einstökum árangri, hefur mikla samskiptahæfni og býr yfir djúpstæðri þekkingu á sínu sérsviði.

Anna Lilja Gunnarsdóttir Ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins

Guðný hefur unnið með jafnlaunateymi velferðarráðuneytisins að innleiðingu jafnlaunakerfis. Hún hefur stýrt gerð verklagsreglna inn í gæðahandbók út frá kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og leitt innleiðingarferlið ásamt jafnréttisfulltrúa. Guðný hefur yfirgripsmikla þekkingu á gæða- og jafnlaunamálum, er skipulögð og lausnamiðuð í allri sinni vinnu og fær mín bestu meðmæli.

Unnur Ágústsdóttir Jafnréttisfulltrúi velferðarráðuneytisins

Guðný er gagnrýnin á þau viðfangsefni sem hún hefur til meðferðar sem leiðir oftar en ekki af sér umbætur og vandað verk. Hversu fljót Guðný er að setja sig inn í nýjar aðstæður er einn af hennar helstu kostum og þá eru sjálfstæð vinnubrögð hennar til fyrirmyndar.

Gissur Kolbeinsson Fjármálastjóri Bandalags háskólamanna